Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri Vinnustundar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
21.11.2024
Umsóknarfrestur
05.12.2024
Verkefnastjóri Vinnustundar
Starf verkefnastjóra Vinnustundar á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Um er að ræða dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við sækjumst eftir öflugum einstaklingi sem er lausnamiðaður, fljótur að læra og tileinka sér hlutina. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni og sýna frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum.
Launadeild heyrir undir skrifstofu rekstrar- og mannauðssviðs og þar starfa 17 einstaklingar. Megin verkefni launadeildar eru að tryggja að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar, sem og aðstoð og leiðbeiningar til starfsfólks og stjórnenda. Unnið er í Orra fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins og Vinnustund.
Fjársýsla ríkisins vinnur að þarfagreiningu fyrir nýtt vakta- og viðverukerfi fyrir stofnanir ríkisins. Verkefnastjóri Vinnstundar mun gegna mikilvægu hlutverki í verkefninu á innleiðingartíma nýs vakta- og viðverukerfis.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá febrúar 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er stytting vinnuvikunnar, góð vinnuaðstaða, verkefnamiðað vinnurými og gott mötuneyti.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sérfræðingur og faglegur leiðtogi varðandi notkun og þróun á Vinnustund
Leiðbeina stjórnendum varðandi notkun á Vinnustund
Útbúa fræðsluefni, annast kennslu og þjálfun varðandi notkun á Vinnustund
Stuðningur við launadeild varðandi mál sem tengjast Vinnustund
Stuðla að samræmingu í notkun og skráningu í Vinnustund
Eftirfylgni og eftirlit með réttri notkun á Vinnustund
Sinna símsvörun, fyrirspurnum, afleysingu og fleiri verkefnum tengdum Vinnustund
Ábyrgð á gerð vinnutímaskipulags, aðgangsstýringar og ýmsar stýringar í Vinnustund
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af sambærilegu starfi
Reynsla og áhugi á að sinna fræðslu, ráðgjöf og miðla þekkingu
Þekking á Vinnustund eða sambærilegu vakta- og viðverukerfi
Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum er kostur
Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
Mikil tölvufærni, greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
Rík þjónustulund, frumkvæði, örugg framkoma og færni í mannlegum samskiptum
Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, skrifstofustörf, verkefnastjóri, fræðsla, textagerð
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2024
Nánari upplýsingar veitir
Ottó Magnússon, otto@landspitali.is
Þjónustuaðili
Landspítali
Upplýsingar um starf
Starf
Verkefnastjóri Vinnustundar
Staðsetning
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
21.11.2024
Umsóknarfrestur
05.12.2024