Fara beint í efnið

Stangveiðar

Lax- og silungsveiðar á stöng er heimilt að stunda í ám og vötnum um land allt með tilskildu leyfi, nema annað sé tekið fram. Laxveiðar í sjó eru alfarið bannaðar sem og veiði göngusilungs í sjó (sjóbirtingur og sjóbleikja).

Stangaveiðifélög, landeigendur, veiðifélög, leigutakar o.fl. víða um land annast umboðssölu á veiðileyfum til lax- og silungsveiði.

Veiðiheimar - veiðifélög

Veiðitorg - sölutorg veiðileyfa

Veiðistaðavefurinn

Stangveiðifélag Reykjavíkur

Vatnaveiði

Veiðileyfi þarf til að veiða í vötnum.

Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að tugum vatnasvæða um allt land. Kortið kostar 9.900 krónur og fylgir handbók hverju seldu korti þar sem má finna leiðbeiningar og reglur.

Mörg stéttar- og starfsmannafélög niðurgreiða Veiðikortið.

Stangveiði í sjó

Sjóstangaveiði er heimil á sérstaks leyfis, svo fremi að einungis sé veitt til eigin neyslu. Hvorki lax né göngusilung má veiða í sjó við Ísland. Um útgerð frístundaveiðibáta gilda sérreglur

Lög og reglugerðir