Fara beint í efnið

Skipt búseta barns

Samningur foreldra um skipta búsetu barns

Skilyrði skiptrar búsetu

Hagsmunir barns

Allar ákvarðanir foreldra um búsetu barns verða fyrst og fremst að taka mið af því sem barni er fyrir bestu. Foreldrar sem semja um skipta búsetu barns verða meðal annars að meta hvort fyrirkomulagið á við með hliðsjón af aldri og þroska barns, stöðugleika í lífi þess og áhrif á þroskavænlegar uppeldisaðstæður barnsins. Þá er mikilvægt að foreldrar virði afstöðu barnsins í samræmi við aldur og þroska.


Lögheimili og búsetuheimili

Barnið á áfram eitt lögheimili en verður skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum, þ.e. annað heimilið er lögheimili og hitt er búsetuheimili barnsins. Búseta barns þarf ekki að vera nákvæmlega jöfn á báðum heimilum, en almennt er gert ráð fyrir því að barn búi til skiptis hjá foreldrum, álíka mikið hjá hvoru þeirra.


Nálægð heimila

Ferðir barnsins til að sækja skóla, leikskóla, reglubundið frístunda- og tómstundastarf og sinna öðru félagslífi þurfa að vera mögulegar án þessa að raska samfellu í daglegu lífi barnsins. Við mat á þessu atriði skal hafa hagsmuni og þarfir barns í fyrirrúmi. Af þessum sökum þurfa heimili foreldra að vera nálægt hvort öðru. Gert er ráð fyrir að foreldrar búi í sama sveitarfélagi og barn sæki einn skóla eða leikskóla. Búseta foreldra í sama sveitarfélagi er ekki skilyrðislaus krafa heldur kann í einhverjum tilvikum að vera um nærliggjandi sveitarfélög að ræða.


Samstarf og sameiginlegar ákvarðanir

Foreldrar sem semja um skipta búsetu barns, verða að geta unnið saman í málum er varða barnið. Foreldrar þurfa að miðla upplýsingum sín á milli, eiga virkt samstarf og samskipti um öll atriði er snúa að umönnun og uppeldi barnsins. Gott samstarf lýsir sér í jafnræði milli foreldra sem sýna hvort öðru sveigjanleika í samskiptum, gagnkvæma virðingu og traust. Foreldrar verða að vera færir um að taka í sameiningu ákvarðanir er varða barnið. Foreldrar verða meðal annars að taka í sameiningu ákvarðanir um flutning lögheimilis eða búsetuheimilis barns, val á skóla og reglubundnum tómstundum barnsins, heilbrigðisþjónustu fyrir barnið og útfærslu á búsetu barns á báðum heimilum og hvernig framfærslu barns verði háttað. Foreldrar sem hafa samið um skipta búsetu barns geta ekki óskað úrskurðar sýslumanns, svo sem um umgengni eða meðlag.


Ef samskipti foreldra einkennast af ágreiningi og togstreitu og þau geta ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu um ákvarðanir sem þarf að taka vegna barnsins, eru ekki skilyrði fyrir skiptri búsetu.

Samningur foreldra um skipta búsetu barns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15