Fara beint í efnið

Skipt búseta barns er samningur foreldra með sameiginlega forsjá um að barn hafi fasta búsetu hjá þeim báðum. Í þjóðskrá verður barnið skráð með lögheimili hjá öðru foreldrinu og skráð búsetuheimili hjá hinu. Samningur um skipta búsetu er gerður hjá sýslumanni, einnig er hægt að gera dómsátt um skipta búsetu. Unnt er að tímabinda samning um skipta búsetu til minnst sex mánaða.

Lög sem heimila skipta búsetu barns tóku gildi 1. janúar 2022. Markmið laganna er að stuðla að sátt og jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum. Samningur um skipta búsetu skal ávallt taka mið af því sem best hentar hag og þörfum barnsins.

Ef foreldrar eru í vafa hvort skipt búseta sé barni þeirra fyrir bestu, er vakin athygli á ráðgjöf sveitarfélaganna sem er sérstaklega ætluð foreldrum sem ekki búa saman og kallast Samvinna eftir skilnað. Foreldrar geta einnig haft samband við sýslumenn og óskað leiðbeininga og upplýsinga um skipta búsetu.

Upplýsingar um möguleika á skiptri búsetu barns

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú nálgast samning um skipta búsetu barns á PDF hér.

Skráning heimilis
Ákvarðanir um málefni barns

Lög og reglugerðir

Lög nr. 28/2021 um breytingu á barnalögum
Barnalög nr. 76/2003

Samningur foreldra um skipta búsetu barns

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15