Þú getur fengið útgefna langtímavegabréfsáritun ef:
þú ert í löglegri dvöl hér á landi,
þú ætlar þér ekki að setjast að á landinu,
tilgangur dvalarinnar fellur ekki undir neinn dvalarleyfisflokk og
þú hefur ekki fengið útgefna langtímavegabréfsáritun á síðustu 12 mánuðum.
Heimilt er að gefa út langtímavegabréfsáritun meðal annars í eftirfarandi tilvikum:
Til nánustu aðstandenda sem vilja dvelja lengur á Íslandi. Nánustu aðstandendur eru makar/sambúðarmakar, börn undir 18 ára aldri og foreldrar.
Til vitna eða aðila að dómsmáli sem þurfa að dveljast hér vegna reksturs málsins.
Til útlendinga sem hingað koma í öðrum lögmætum tilgangi, svo sem listamanna, vísindamanna eða íþróttamanna, ef dvöl þeirra kallar ekki á útgáfu dvalar- og/eða atvinnuleyfis.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun