Langtímavegabréfsáritun veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að 90 daga umfram þann tíma sem einstaklingur mætti að öllu jöfnu dvelja á landinu sem ferðamaður, hvort sem hann er áritunarskyldur eða ekki.
Langtímavegabréfsáritun er einungis heimilt að gefa út einu sinni á hverju 12 mánaða tímabili.
Handhafi langtímavegabréfsáritunar fær ekki kennitölu og má ekki stunda atvinnu á Íslandi.
Umsókn
Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.
Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds. Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar.
Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Kostnaður
Gjald fyrir umsókn um langtímavegabréfsáritun er 12.200 krónur, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds. Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda. Afgreiðslugjald er ekki endurgreitt þótt umsækjandi hætti við umsókn.
Umsóknarfrestur
Nauðsynlegt er að þú sækir um langtímavegabréfsáritun tímanlega. Ef þú ert áritunarskyld/-ur þarftu að sækja um þegar minnst 14 dagar eru eftir af gildistíma áritunar. Ef þú ert ekki áritunarskyld/-ur þarftu að sækja um minnst 14 dögum áður en 90 dagar eru liðnir frá því að þú komst inn á Schengen-svæðið.
Lög og reglugerðir
Lög um útlendinga, nr. 80/2016
Reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun