Ef fullnægjandi gögn berast ekki til Útlendingastofnunar með umsókninni getur það leitt til þess að afgreiðsla umsóknar tefjist eða að umsókninni verði synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.
Skila þarf inn greiðslukvittun, ef greitt er fyrir umsókn með millifærslu í banka.
Á greiðslukvittun þurfa þessar upplýsingar að koma fram:
nafn greiðanda
fæðingardagur / kennitala greiðanda
viðtakandi greiðslu
skýring: nafn og fæðingardagur umsækjanda
upphæð og
dagsetning greiðslu.
Passamynd skal vera af stærðinni 35x45 mm. Myndin má ekki vera eldri en 6 mánaða þegar umsókn er lögð fram.
Gildistími vegabréfs skal vera minnst 90 dagar umfram gildistíma áritunar.
Ljósrit þarf að vera af
persónusíðu,
síðu með undirskrift umsækjanda,
áritunum og
komu- og brottfararstimplum inn á og út af Schengen-svæðinu á síðastliðnu ári.
Gögn sem staðfesta tilgang dvalar geta til dæmis verið:
boðsbréf frá gestgjafa,
staðfesting á dvöl í listasetri,
skjöl frá dómstólum vegna málsmeðferðar
eða greinargerð þar sem tilgangi dvalar hér á landi er lýst.
Umsækjandi verður að sýna fram á að framfærsla hans sé trygg þann tíma sem hann sækir um að dveljast hér á landi. Trygg framfærsla þýðir að hafa næg fjárráð til að geta séð fyrir sér sjálfur.
Upphæð
Útlendingastofnun miðar við að mánaðarleg fjárráð umsækjenda séu að lágmarki:
239.895 krónur fyrir einstaklinga.
383.832 krónur fyrir hjón.
119.948 krónur til viðbótar vegna fjölskyldumeðlims 18 og eldri.
Viðmiðin samsvara grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar, sjá reglur um fjárhagsaðstoð. Upphæðir miðast við tekjur fyrir skatt.
Tímabil
Framfærsla útlendings þarf að vera trygg á gildistíma langtímavegabréfsáritunar. Það þýðir að verði langtímavegabréfsáritun gefin út til 90 daga þarf að sýna fram á trygga framfærslu fyrir 90 daga.
Framfærslugögn
Trygg framfærsla getur stuðst við fleiri en einn þátt, til dæmis bæði launatekjur og eigið fé eins og bankareikninga.
Launaseðlar síðustu þriggja mánaða og staðgreiðsluyfirlit launa
Umsækjandi getur sýnt fram á launatekjur með því að leggja fram staðgreiðsluyfirlit eða útgefna reikninga auk launaseðla síðustu þriggja mánaða. Ef umsækjandi er á framfæri annars einstaklings þarf sá aðili að leggja fram launaseðla síðustu þriggja mánaða sem fullnægja sömu skilyrðum og hér hafa verið talin upp sem og staðgreiðsluyfirlit þess einstaklings.
Tryggar reglulegar greiðslur til framfærslu
Slíkar greiðslur geta verið greiðslur frá Tryggingastofnun vegna örorku, atvinnuleysisbætur, leigutekjur og styrkir sem umsækjandi fær til dæmis vegna rannsókna. Ekki er um tæmandi upptalningu að ræða á þeim greiðslum sem hér geta átt við.
Nægilegt eigið fé til framfærslu
Bankayfirlit sem sýnir fjárhæð inneignar á bankareikningi umsækjanda, hérlendis eða erlendis. Fjárhæðin þarfa að vera í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og hægt að skipta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands og hægt er að taka út og nýta til framfærslu. Útprentun reikningsyfirlits úr heimabanka er ekki fullnægjandi staðfesting. Upplýsingar um skráningu gjaldmiðla er að finna hjá Seðlabanka Íslands. Ef umsækjandi er á framfæri annars einstaklings er heimilt að leggja fram bankayfirlit þess einstaklings.
Námsstyrkur eða námslán
Hafi umsækjandi fengið styrk til náms eða námslán teljast þær greiðslur til tryggrar framfærslu nái þær þeirri lágmarksupphæð sem krafist er. Námslán eða námsstyrkur þarf að vera í gjaldmiðli sem er alþjóðlega viðurkenndur og hægt að skipta í mynt sem er skráð hjá Seðlabanka Íslands. Leggja þarf fram staðfestingu á lánagreiðslum frá viðeigandi lánastofnun og staðfestingu á styrk frá styrkveitanda eftir því sem við á.
Tryggingin þarf að vera gild þann tíma sem þú dvelur á Íslandi.
Þú þarft að legga fram farmiði fyrir heimferð eða sönnun þess að þú hafir fjárráð til að greiða fyrir heimför þegar dvöl hér á landi lýkur.
Ef ástæða þykir til getur Útlendingastofnun farið fram á að umsækjandi skili inn sakavottorði.
Ef þú vilt að einhver annar en þú fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun þarftu að skila inn umboði þess efnis.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun