Hvað veist þú um áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu?
Hvað veist þú um birtingamyndir áreitni og ofbeldis í vinnuumhverfinu, forvarnir og viðbrögð? Kannaðu þekkingu þína hér að neðan og fáðu upplýsandi svör.
Skilgreiningu á áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu er að finna á vefnum okkar. Þar og á YouTube-rásinni okkar er einnig að finna upplýsandi myndbönd um efnið.
Hvað veist þú um ofbeldi í vinnuumhverfinu?
Þetta er rangt
Öryggi á vinnustað er á ábyrgð allra; Stjórnendur eiga að bregðast fljótt við samkvæmt áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum og starfsfólk þarf að láta vita. Ef þú upplifir eða verður vitni að ógnandi hegðun í vinnuumhverfinu er mikilvægt að þú bregðist við. Það geturðu gert með því að andmæla slíku tali – ef þú treystir þér til - láta stjórnanda vita, eða kalla til lögreglu ef þörf er á því.
Þetta er rétt
Óskýr hlutverk, ábyrgð og skortur á stuðningi geta leitt til samskiptavanda og misskilnings og þar með aukið líkur á streitu, pirringi og reiði meðal starfsfólks. Ef slíkt ástand varir lengi getur það skapað spennu í samskiptum samstarfsfólks og aukið hættu á ofbeldi.
Þetta er rangt
Andlegt og líkamlegt ofbeldi getur haft áhrif á öryggi og vellíðan þolandans og einnig þau sem verða vitni að hegðuninni, eins og til dæmis samstarfsfólk. Hegðunin getur einnig haft neikvæð áhrif á vinnustaðamenninguna, dregið úr starfsánægju og skaðað orðspor vinnustaða.
Þetta er rangt
Viðbrögð þolanda er ekki góður mælikvarði á það hvort að ofbeldi hafi átt sér stað eða hvernig það er upplifað af þeim sem fyrir því verður. Oft er þolandi ekki í aðstæðum til að bregðast við eða hann grípur til ósjálfráðra varnarviðbragða eins og að brosa eða gera lítið úr aðstæðunum. Ofbeldi á aldrei að líðast í vinnuumhverfinu og er alltaf á ábyrgð geranda óháð viðbrögðum þolanda.
Þetta er rétt
Atvinnurekanda ber að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi, en öll á vinnustaðnum þurfa að taka ábyrgð á eigin hegðun, koma vel fram við samstarfsfólk og láta vita ef það upplifir eða verður vitni að ofbeldi, áreitni eða einelti.
Þetta er rangt
Ofbeldi getur bæði verið líkamlegt og andlegt. Líkamlegt ofbeldi getur falið í sér að hrinda, kýla, kasta hlutum í fólk eða löðrunga einstakling en andlegt ofbeldi getur falið í sér niðrandi ummæli, öskur, upphrópanir og hótanir.
Þetta er rangt
Atvinnurekanda ber skylda til að bregðast tafaralaust við málum tengdum ofbeldi ef honum berst kvörtun eða fær vitneskju um slíka hegðun í vinnuumhverfinu. Hann þarf að meta aðstæður og grípa til viðeigandi úrræða samkvæmt áætlun um öryggi og heilbrigði fyrir vinnustaðinn, og í sumum tilvikum gæti þurft að kalla til lögreglu.
Þetta er rétt
Allt starfsfólk, óháð hlutverki þess innan vinnustaðarins geta orðið fyrir ofbeldi í vinnuumhverfinu. Stjórnendur þurfa að gæta þess að sýna öðrum stjórnendum og starfsfólki vinsemd og virðingu og mega aldrei beita ofbeldi. Hið sama á við um starfsfólk gagnvart stjórnendum og samstarfsfólki. Einnig er mikilvægt að koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir ofbeldi af hendi viðskiptavina eða þjónustunotenda.
Hvað veist þú um kynbundna áreitni í vinnuumhverfinu?
Þetta er rangt
Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu og skapa aðstæður í vinnuumhverfinu sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Kynbundin áreitni er ekki saklaust grín heldur alvarlegt mál sem getur haft neikvæð áhrif á líðan starfsfólks og menningu vinnustaða og því er mikilvægt að bæði stjórnendur og starfsfólk taki slíka hegðun alvarlega og bregðist við eins fljótt og kostur er.
Þetta er rétt
Staðalímyndir um hlutverk kynjanna geta verið svo djúpt innbyggðar í samfélagið okkar að við tökum ekki eftir áhrifum þeirra á viðhorf okkar.
Dæmi um þetta er þegar gert er ráð fyrir því að konur skrifi fundargerðir og karlar skipti um ljósaperur í vinnuumhverfinu.
Þetta er rétt
Kynbundin áreitni getur birst í því að þegar kona kemur með hugmynd í umræðum á vinnustað er henni er veitt lítil athygli en þegar karl endurtekur sömu hugmynd þá fær hann hrós og viðurkenningu fyrir frá samstarfsfélögunum.
Þetta er rétt
Kynbundin áreitni gegn konum getur birst íþví að konur eru álitnar „mömmur“ á vinnustaðnum. Þá er gert ráð fyrir að þær sinni verkefnum sem tengjast ekki faglegu eða launuðu hlutverki þeirra, eins og að ganga frá eftir fundi eða vökva blómin. Þessi viðhorf geta dregið úr jafnrétti á vinnustöðum og viðhaldið gömlum staðalímyndum um hlutverk kynjanna.
Þetta er rangt
Kynbundin áreitni getur beinst að öllum kynjum, þar á meðal þeim sem falla ekki að hefðbundnum kynjahlutverkum karla og kvenna. Dæmi um slíkt er þegar transkona er ítrekað kölluð „hann“ þrátt fyrir að hafa skýrt óskað eftir því að vera kölluð „hún“.
Þetta er rétt
Karlar geta eins og konur orðið fyrir kynbundinni áreitni vegna ríkjandi staðalímynda um kynhlutverk karla og kvenna. Dæmi um slíkt er þegar karl sem starfar í leikskóla er ítrekað beðinn um að fara út í fótbolta með börnunum í stað þess að sinna aðlögun nýrra barna sem þurfa mikla umönnun. Þannig er þeim falið verkefni sem samræmast hefðbundinni karlmennskuímynd frekar en að sinna umönnun sem þykir kvenlæg.
Þetta er rétt
Kynbundin áreitni getur haft djúpstæðar rætur í menningu vinnustaða, oft vegna staðalímynda eða gamaldagsviðhorfa um kyn og kynhlutverk. Með því að vera meðvituð um staðalímyndir og áhrif þeirra á viðhorf okkar, og bera virðingu fyrir hvert öðru, óháð kyni, getum við komið í veg fyrir kynbundna áreitni í vinnuumhverfinu.
Hvað veist þú um kynferðislega áreitni í vinnuumhverfinu?
Þetta er rangt
Ef þú upplifir eða verður vitni að því að vinnufélagi tali með óviðeigandi hætti í vinnuumhverfinu er mikilvægt að þú bregðist við því til dæmis með því að andmæla slíku tali – ef þú treystir þér til – eða láta stjórnanda vita.
Þetta er rangt
Kynferðisleg áreitni í vinnuumhverfinu hefur bæði neikvæð áhrif á þann sem fyrir henni verður, og öll sem verða vitni að slíkri hegðun. Jafnframt getur slík hegðun haft neikvæð áhrif á vinnustaðamenningu, árangur og orðspor vinnustaða. Það er því til mikils að vinna fyrir öll að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi.
Þetta er rangt
Oft er þolandi ekki í aðstæðum til að bregðast við kynferðislegri áreitni í vinnuumhverfinu. Viðbrögðin eru því ekki alltaf mælikvarði á hvort slík hegðun hafi átt sér stað eða ekki.
Kynferðisleg áreitni hefur þann tilgang eða áhrif að niðurlægja og misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, og er alltaf á ábyrgð geranda.
Það er rangt
Kynferðisleg áreitni hefur margar birtingamyndir og er ekki bara bundin við líkamlega snertingu og káf. Hún getur líka verið táknræn þegar send eru skilaboð eða myndir með kynferðislegum undirtón sem og orðbundin þegar sagðir eru brandarar tengdir kynlífi eða gerðar tvíræðar athugasemdir við útlit starfsfólks.
Það er rétt
Atvinnurekandi þarf að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi sem er án eineltis, áreitni og ofbeldis. Öll á vinnustaðnum þurfa að taka ábyrgð á eigin hegðun og koma vel fram hvert við annað.
Þetta er rangt
Ef atvinnurekandi fær vitneskju um kynferðislega áreitni í vinnuumhverfi ber honum að bregðast við eins fljótt og kostur er samkvæmt áætlun um öryggi og heilbrigði vinnustaðarins.
Í því felst meðal annars að meta aðstæður sem leiddu til vandans og ákveða í framhaldinu til hvaða úrræða hann grípur. Hér má finna verkfæri til stuðnings.