Nú eru allir ferlar sem snúa að ökunemum, ökukennurum og ökuskólum vegna umsóknar um ökunám orðnir stafrænir og pappírsumsóknum nú hætt að mestu. Þetta einfaldar og gerir ferlana skilvirkari, styttir bið á skrifstofum sýslumanna og fækkar ferðum umsækjenda sem þurfa oft að fara um langan veg til sýslumanns í þessum erindagjörðum.