Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Vefþjónustustefna

Auðkenning og aðgangsstýring

Hægt er að fara margar leiðir til að aðgangsstýra vefþjónustum en það fer aðallega eftir því hvernig kerfi munu kalla í vefþjónustuna og eðli gagnanna sem vefþjónustan vinnur með.

  • Ef vefþjónustan þarf aðeins kerfisauðkenningu (e. machine to machine) þá er Straumurinn mjög góð lausn. Ef Straumurinn er eina aðgangsstýring vefþjónustunnar þá ættu samskipti að vera dulkóðuð endanna á milli með HTTPS og gagnkvæmri auðkenningu (mTLS)

  • Annar valmöguleiki er að útfæra kerfisauðkenningu með aðgangslyklum (e. access tokens). Fyrirspurnarkerfið kallar í miðlægan auðkenningarþjón með kerfisauðkenningu (client credentials) og fær aðgangslykil sem hann sendir með fyrirspurnum á vefþjónustuna. Auðkenningarþjónn Ísland.is styður meðal annars kerfisauðkenningar.

  • Ef vefþjónustan á einnig að auðkenna endanotendur, t.d. til að stýra aðgang að viðkvæmum upplýsingum, þá er best að nota aðgangslykla frá auðkenningarþjón Ísland.is. Hægt að rekja þannig fyrirspurnir niður á endanotendur sem eru sannanlega auðkenndir með rafrænum skilríkjum. Eins býður þessi aðgangsstýring upp á umboð (foreldra, prókúruhafa o.s.frv.) og aðgangsheimildir (e. consent).

Við mælum með því að notast bæði við aðgangslykla og Strauminn.

Aðgangur að gögnum

Til að fá aðgang að vefþjónustum í Straumnum þarf að hafa samband við ábyrgðaraðila vefþjónustunnar.

Aðgangi að vefþjónustum er stýrt í gegnum stjórnborð Straumsins en ábyrgðaraðili vefþjónustunnar sér um að veita stofnunum og fyrirtækjum aðgang að þeim. Til að fá aðgang að vefþjónustu í gegnum Strauminn þurfa báðir aðilar að vera með X-road öryggisþjón. Þetta á bæði við um þann sem á vefþjónustuna og þann sem nýtir sér hana.