Stafræn skref opinbera aðila
Hvað þarf til að fá Stafræn skref?
Stafrænt pósthólf
Opinber aðili er tengdur með vefþjónustu og hefur sent notendum skjöl með tilstilli Stafræna pósthólfsins.
Til að fá Stafrænt skref þarf skjalaveitandi að hafa innleitt og nýta Stafræna pósthólfið til að miðla skjölum til notenda.
Innskráning fyrir alla
Opinber aðili er tengdur við nýja innskráningarþjónustu Ísland.is - Innskráning fyrir alla.
Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að nýta nýju innskráningaþjónustuna.
Umsóknarkerfi Ísland.is
Notendur geta sótt sér opinbera þjónustu til þjónustuaðila í gegnum umsóknarkerfi Ísland.is
Til að fá Stafrænt skref fyrir Umsóknarkerfi Ísland.is þarf þjónustuaðili að nýta Umsóknarkerfi Ísland.is
Mínar síður Ísland.is
Opinber aðili nýtir Mínar síður Ísland.is til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna.
Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að birta gögn um eina þjónustu á Mínum síðum Ísland.is
Vefsíða á Ísland.is
Opinber aðili rekur aðalvef sinn á Ísland.is
Til að fá Stafræn skref fyrir vefsíðu þarf þjónustuaðili að reka aðalvef sinn á Ísland.is
Spjallmennið Askur
Opinber aðili nýtir Ask til að þjónusta og eiga samskipti við notendur. Þjónustuaðili getur tekið þátt í efni og svörun Asks á Ísland.is þrátt fyrir að vera með eigin vefsíðu.
Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að hafa sett upp Ask og þjónusta gegnum netspjallið.
Ísland.is appið
Opinber aðili nýtir Ísland.is appið til að miðla upplýsingum til viðskiptavina sinna.
Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að birta gögn um eina þjónustu í Ísland.is appinu.
Straumurinn
Opinber aðili nýtir Strauminn til að miðla gögnum til annarra opinberra aðila.
Til að fá Stafrænt skref þar þjónustuaðili að vera með eina vefþjónustu virka í Straumnum.
Þjónustuvefur á Ísland.is
Opinber aðili nýtir þjónustuvef Ísland.is til að auka sjálfsafgreiðslu notenda.
Til að fá Stafrænt skref þarf þjónustuaðili að hafa stillt upp helstu fyrirspurnum og lausnum á þjónustuvef Ísland.is