Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um Efnisstefnu Ísland.is

Ísland.is er upplýsingavefur þar sem notendur munu geta nálgast allar upplýsingar og þjónustur sem hið opinbera veitir.

Gott aðgengi að efni vefsíðu og framsetningu efnis er lykilatriði fyrir góðan vef. Aðgengismál eru efst á lista Ísland.is við alla uppsetningu og framsetningu. Nánar um aðgengisstefnu Ísland.is.

Tilgangur efnisstefnunnar er að tryggja að allir sem koma að efnisvinnu fyrir Ísland.is vinni í takt til að hámarka gæði efnis og leiðakerfis fyrir notendur vefsins, þjónustuvefsins og spjallmennisins. Slíkt mun einfalda líf bæði notenda og starfsfólks stofnana sem sér um að veita þjónustuna.

Efnisvinnsla og aðgengi á Ísland.is

Góður upplýsingavefur þarf að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði fyrir notendur:

1. Upplýsingarnar eru á vefnum

2. Fólk finnur þær

3. Fólk skilur þær

Hjálplegt efni til útprentunar


Eftirfylgni: Er mikið spurt um sama efnið?

Ef mikið er spurt um sama efnið í þjónustuverinu þá þurfum við að skoða hvað veldur og leitast við að laga það sem er að.

Skoðum vefinn. Tölum við notendur. Rannsökum eftirfarandi: