Um SHH
Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á íslensku táknmáli, kennslu íslensks táknmáls og námsefnisgerð, túlkaþjónustu á milli íslensks táknmáls og íslensku og annarri þjónustu sem fellur undir starfssvið stofnunarinnar.
Gildi Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra eru: Frumkvæði - Virðing - Samvinna
Afgreiðslutími
Skrifstofa Samskiptamiðstöðvar er opin mánudaga til fimmtudag frá kl. 9-15 og föstudaga frá kl. 9-12.
Starfsfólk
Á Samskiptamiðstöð vinnur samhentur hópur starfsmanna að því markmiði stofnunarinnar að efla þjónustu við táknmálstalandi fólk sem víðast í samfélaginu, á grundvelli íslensks táknmáls.
Starfsumsóknir
Hjá SHH starfa fjölmargir starfsmenn
Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf.
Lög og reglugerðir
Lög og reglugerðir um Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra.
Persónuvernd
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) vinnur samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Persónuverndarstefna SHH varðar meðferð, vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga.
Græn skref SHH
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tekur þátt í grænum skrefum fyrir ríkisstofnanir sem miðar að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.