Gjaldskrá
Gjaldskrá Samskiptamiðstöðvar er að finna hér:
Táknmálsnámskeið A1 og A2 dagnámskeið (30 klukkustundir hópkennsla, ásamt námsefni) – 39.750 kr.
Táknmálsnámskeið A1 og A2 kvöldnámskeið (30 klukkustundir hópkennsla ásamt námsefni) – 49.700 kr.
Fyrir táknmálsnámskeið af annarri lengd, á vegum stofnunarinnar, skal innheimta hlutfallslega miðað við stundafjölda.
Fyrir útselda vinnu starfsmanna Samskiptamiðstöðvar skal innheimta eftirfarandi:
Hefðbundið tímagjald -10.500 kr.
Aukið tímagjald -15.000 kr.
Aksturgjald innan höfuðborgar svæðisins - 2.500 kr.
Þurfi starfsmenn Samskiptamiðstöðvar að ferðast utan höfuðborgar svæðisins eða erlendis eru innheimt fargjöld starfsmanna samkvæmt reikningi og dagpeningar samkvæmt ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Lágmarksgjald vegna þjónustu á dagvinnutíma er ein klukkustund.
Lágmarksgjald vegna þjónustu utan dagvinnutíma skal innheimta að lágmarki sem nemur þriggja klukkustunda auknu tímagjaldið.
Samskiptamiðstöð er heimilt að veita táknmálsfólki endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi.
Táknmálstalandi einstaklingar geta óskað eftir táknmálstúlki í ýmsar aðstæður í daglegu lífi.
Samskiptamiðstöð er heimilt greiða vegna þess ferðakostnað táknmálstúlks utan Reykjavíkursvæðisins, á grundvelli sérstakrar fjárveitingar á fjárlögum ár hvert.
Við afgreiðslu beiðna á grundvelli þessarar heimildar skal gætt jafnræðis milli notenda þjónustunnar, með tilliti til þeirrar fjárveitingar sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma.
Við afbókun á pantaðri táknmálstúlkun þarf að senda tölvupóst á netfangið tulkur@shh.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þess sem pantað er fyrir.
Dagsetning, tími og staðsetning túlkunar.
Afbókun á pantaðri táknmálstúlkun þarf að berast fyrir kl. 15 síðasta virka dag áður en þjónustan á að fara fram.
Þegar afbóka þarf táknmálstúlkun sem samið hefur verið um til lengri tíma (t.d. heila önn) og þjónustan er hafin, er innheimt í tvær vikur eftir að afbókun berst.
Berist upplýsingar um afbókun ekki með ofangreindum fyrirvara verður innheimt samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar og í samræmi við upphaflega pöntun.
Sé þörf á túlkun á öðrum degi eða öðrum tíma dags þarf að panta þjónustuna aftur með því að senda tölvupóst á netfangið tulkur@shh.is.