Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Persónuverndarstefna

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) vinnur samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Persónuverndarstefna SHH varðar meðferð, vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga. Til að tryggja lögmæta persónuvernd hefur forstöðumaður SHH gert samning við lögfræðing um að sinna starfi persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar.

Með vísan til hlutverks Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sbr. 2. gr. lið a., b., c. og d. og 2. gr. a. laga nr. 129/1990 og reglugerð nr. 1058/2003 er stofnuninni heimil öflun og vinnsla persónuupplýsinga að því marki sem nauðsynlegt er til að sinna lögbundnu hlutverki sínu og þeim verkefnum sem henni hefur verið falið að sinna með lögum, reglugerðum eða ákvörðun ráðherra. Stefna SHH varðandi persónuvernd er að persónuupplýsinga sé einungis aflað, þær geymdar og unnið með þær teljist það nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði laga og reglna sem SHH er falið að framfylgja. Einnig að persónuupplýsingar notenda þjónustu stofnunarinnar séu verndaðar með skipulegum hætti, þ.m.t. viðkvæmar, heilsufarslegar og félagslegar persónuupplýsingar. Það er stefna SHH að tryggja vernd, réttleika, gagnsæi og aðgengi einstaklinga að eigin gögnum og upplýsingum í vörslu SHH og að persónuupplýsingar berist ekki óviðkomandi.

Markmið SHH um persónuvernd miðar að því að öryggis skuli gætt við meðferð persónuupplýsinga í allri starfsemi stofnunarinnar, hvort sem vinnslan tengist beinni þjónustu við notendur eða starfsmenn, rannsóknum eða fræðslu. Einnig að öryggis skuli gætt við öflun og miðlun upplýsinga til samstarfsaðila eftir öruggustu leiðum sem eru í boði á hverjum tíma og að persónuverndarsjónarmið séu höfð í öllum tölvukerfum og öllum hugbúnaði í eigu SHH eða sem SHH vinnur með.

Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu SHH skulu sendar á netfangið personuvernd@shh.is. SHH svarar fyrirspurnum og vinnur úr þeim í samráði við persónuverndarfulltrúa.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 9-16

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 9-16

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

shh-logo
sign-wiki
facebook-logo
youtube-logo