Afbókunarskilmálar
Við afbókun á pantaðri táknmálstúlkun þarf að senda tölvupóst á netfangið tulkur@shh.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þess sem pantað er fyrir.
Dagsetning, tími og staðsetning túlkunar.
Afbókun á pantaðri táknmálstúlkun þarf að berast fyrir kl. 15 síðasta virka dag áður en þjónustan á að fara fram.
Þegar afbóka þarf táknmálstúlkun sem samið hefur verið um til lengri tíma (t.d. heila önn) og þjónustan er hafin, er innheimt í tvær vikur eftir að afbókun berst.
Berist upplýsingar um afbókun ekki með ofangreindum fyrirvara verður innheimt samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar og í samræmi við upphaflega pöntun.
Sé þörf á túlkun á öðrum degi eða öðrum tíma dags þarf að panta þjónustuna aftur með því að senda tölvupóst á netfangið tulkur@shh.is.