Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Afgreiðslutími mála

Persónuvernd hefur eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir persónuverndarlöggjöfina og tekur á móti erindum er varða löggjöfina frá fjölbreyttum hópi, eins og einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og ráðuneytum.

Erindi geta verið í formi fyrirspurna, kvartana, álitsbeiðna, umsagnarbeiðna og fleira. Öll mál eru sett í viðeigandi farveg og er málsaðilum eftir atvikum tilkynnt um það þegar mál eru tekin til meðferðar.

Málum er forgangsraðað eftir mikilvægi og er miðað við að 80% mála verði lokið innan áætlaðs tíma.

Afgreiðslutími getur lengst umfram áætlun ef mál eru mjög flókin eða umfangsmikil. Forgangsmál geta tekið skemmri tíma. 

Mál sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri geta haft lengri málsmeðferðartíma, en málsaðilar eru sérstaklega upplýstir um það. 

Áætlaður málsmeðferðartími eftir málategund

Málategund

Áætlaður málsmeðferðartími

Ábending

Innan mánaðar

Álitsbeiðni

Innan sex mánaða

Beiðni um fund

Innan mánaðar

Beiðni um kynningu

Innan mánaðar

Eftirfylgnimál

Innan fjögurra mánaða

Frumkvæðismál

Innan sex mánaða

Fyrirspurn

Innan 20 daga

Fyrirframsamráð

Lögbundinn frestur er átta vikur (+ sex vikur með hliðsjón af því hversu flókin vinnslan er). Frestur byrjar að líða þegar öll gögn hafa borist.

Kvörtun

Innan 18 mánaða

Tilkynning um öryggisbrest

Innan tíu vikna

Umsókn um leyfi

Innan þriggja mánaða

Úttekt

Pappírsúttektir: Innan átta vikna.
Úttektir með vettvangsathugun og aðkomu sérfræðings: Innan fimm mánaða.

 Beiðni um endurupptöku

Innan fjögurra mánaða 

 

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820