Námskeið fyrir forsjáraðila
27. febrúar 2025
Okkur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu langar að vekja athygli ykkar á námskeiðinu Tengjumst í leik sem haldið er hjá okkur í Víkurhvarfi 3. Námskeiðið er ætlað foreldrum og forsjáraðilum barna á aldrinum 2-12 ára.


Tengjumst í leik er sannprófað námsefni fyrir foreldra og forsjáraðila og miðar að því að styðja við fjölskylduna á heildrænan hátt. Rannsóknir sýna að börn sem eiga foreldra sem hafa setið námskeiðið sýna aukna samvinnu, gengur betur í námi og hegðunaráskoranir heima og í leikskólanum minnka til muna.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.