Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Stafræn þróun

Mikið af þeim verkefnum sem Miðstöð menntunar vinnur að snúa að eða tengjast þróun og innleiðingu stafrænna lausna. Það eru mörg verkefni í gangi en mörg þeirra tengjast og munu á endanum mynda ákveðna heild.

Nemendagrunnur

Hjá Miðstöð menntunar er í smíðum stafrænn gagnagrunnur sem heldur utan um alla nemendur landsins. Fyrst í grunnskólum en síðar einnig leik- og framhaldsskólum, allt fram að háskólanámi.  Þessi gagnagrunnur myndar ákveðinn grunn sem aðrar lausnir og verkefni tengjast.

Stafrænt prófakerfi

Í tengslum við fyrirlögn stafrænna prófa Matsferils er Miðstöð menntunar að innleiða notkun á stafrænni prófalausn sem kallast TAO.

Stafræn próf matsferils

Vorið 2025 leggja 26 skólar fyrir stafræn próf í lesskilningi og stærðfræði í 4.-10. bekk. Þessi fyrirlögn er síðasta skrefið í stöðlun prófanna auk þess sem hún er notuð til að prófa kerfi, leiðbeiningar og til að safna upplýsingum sem geta nýst og liðkað fyrir fyrirlögn prófanna á næsta skólaári.

namsefni.is

Nýr vefur fyrir námsefni er vinnslu og það er stefnt að því að hann fari í loftið innan tíðar

adalnamskra.is

Nýr vefur aðalnámskrár er í smíðum og fer í loftið samhliða því að endurskoðun á Aðalnámskrá grunnskóla tekur gildi.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280