Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - vor 2025
18. febrúar 2025
Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hefjast mánudaginn 12. maí 2025.


Opnað verður fyrir skráningar í prófin mánudaginn 10. mars 2025 á heimasíðu Mímis.
Skráningartímabil er frá 10.mars til 16.apríl 2025.
Ekki er hægt að skrá sig eftir að lokað hefur verið fyrir skráningu.
Takmarkaður fjöldi kemst að í hverri lotu.
Prófastaðir verða í Mími, Höfðabakka 9, Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði.
Nánari upplýsingar á www.mimir.is frá 10.mars nk.
Tengd grein
Íslenskupróf fyrir ríkisborgararétt