Alþjóðlegi netöryggisdagurinn: Vörumst falsfréttir
11. febrúar 2025
Í dag, 11. febrúar, er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan. Í tilefni dagsins höfum við, í samvinnu við SAFT og Netumferðarskólann, gefið út veggspjald um falsfréttir, þar sem fjallað er um hvernig við getum lært að þekkja og meta sannleiksgildi upplýsinga á netinu.


Skólar geta pantað prentað eintak í gegnum A4 eins og annað námsefni frá okkur.
Verkefnið er hluti af ári stafrænnar borgaravitunar sem við höfum umsjón með. Fjölmargir viðburðir eru á döfinni sem og útgáfa fræðsluefnis með það að markmiði að efla vitund um örugga og ábyrga nethegðun á öllum sviðum samfélagsins.
Við bendum á opinn fræðslufund hjá SAFT í dag:


Hér fylgja nokkrir hlekkir sem gott er að kynna sér í tilefni dagsins:
Miðlalæsi.is
Vefur Netumferðarskólans