Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
22. mars 2020
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á erindi landlæknis og staðfest fyrirmæli embættisins um að öllum valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum, t.d. greiningarrannsóknum verði hætt frá 23. mars til 31. maí næstkomandi.
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu.
21. mars 2020
Vinsamlega athugið að embætti landlæknis hefur opnað nýtt netfang hlifdarbunadur@landlaeknir.is Þetta netfang er ætlað fyrir aðila sem hafa heimild til að panta hlífðarbúnað af lager sóttvarnalæknis.
20. mars 2020
Alþjóðlegi hamingjudagurinn 20.03.2020
18. mars 2020
Alma D. Möller, landlæknis skrifar í dag pistil í tilefni af 260 ára afmæli embættisins sem nú er fagnað í skugga COVID-19.Þar segir meðal annars: „Mikið mæddi á landlækni árið 1918 þegar spænska veikin gekk. Síðan þá hafa gengið minni faraldrar en ekkert í líkingu við það sem nú á sér stað þegar COVID-19 geisar“.
Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar hááhættusvæðin vegna COVID-19. Frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 er öllum Íslendingum sem koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits hvaðan þeir eru að koma.
16. mars 2020
Listar fyrir tilbúna matarpakka en ekki innkaupalistar fyrir fólk í sóttkví
14. mars 2020
Sóttvarnalæknir hefur hækkað áhættumat fyrir Spán, Þýskaland og Frakkland í ljósi útbreiðslu COVID-19 í þeim löndum. Önnur slík svæði eru: Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum.
13. mars 2020
Í tilefni af alþjóðlega svefndeginum, minnum við á mikilvægi svefns og bendum á Ráðleggingar sem stuðla að betri svefni og töflu um æskilegan svefntíma eftir aldri (sjá hér fyrir neðan).
Nú þegar mikið er rætt um sjúkdóminn sem veldur COVID-19 í samfélaginu er eðlilegt að margir finni fyrir áhyggjum og jafnvel kvíða yfir heilsu sinni og annarra.