Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
28. apríl 2020
Móttaka embættis landlæknis, Katrínartúni 2, 6. hæð, opnar á nýjan leik mánudaginn 4. maí kl. 10:00.
24. apríl 2020
Frestur til að skila inn lokaverkefnum í Tóbaks- og rafrettulaus bekkur er framlengdur í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í þjóðfélaginu og verður hægt að skila verkefnum til 15. maí.
- Allir einstaklingar eldri en 18 ára hvattir til að taka þátt í rannsókninni á vefsíðunni lidanicovid.is Vísindamenn Háskóla Íslands hafa í samstarfi við Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis hrundið af stað vísindarannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19.
Birt hafa verið drög að breytingum á reglugerð um Skráargatið í Samráðsgátt stjórnvalda.
14. apríl 2020
Aprílhefti Farsóttafrétta er komið út. Það fjallar að mestu um upphaf heimsfaraldurs af völdum COVID-19 á Íslandi. Einnig er fjallað um kynsjúkdóma sem sumir hverjir láta sitt ekki eftir liggja.
10. apríl 2020
Kórónuveirufaraldurinn hefur sett daglegt líf flestra jarðarbúa í aðrar skorður en við höfum nokkurn tímann upplifað.
9. apríl 2020
Í þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana er mikilvægt að velja vel hvernig við viljum bregðast við þessum nýju áskorunum.
8. apríl 2020
Ef við erum undir miklu álagi þessa dagana er mikilvægt að auka það ekki enn frekar með nýjum verkefnum. Við þurfum hvert og eitt að finna hvað hentar okkur best og gæta þess að fá ekki samviskubit þótt við komum hlutum ekki í verk.
7. apríl 2020
Við stöndum nú frammi fyrir áskorunum sem hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar. Þessar áskoranir kalla á samstöðu okkar allra og að við fylgjum leiðbeiningum almannavarna til þess að lágmarka skaðann.
6. apríl 2020
Reykingar hafa neikvæð áhrif á starfsemi lungna og veikja ónæmiskerfið.