Á ári hverju falla átta hundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir og markmið stjórnvalda um að koma í veg fyrir sjálfsvíg, verðum við að vera minnug þess að árangri verður aldrei náð nema með þátttöku alls samfélagsins.