Breyting á leiðbeiningum um útskrift úr einangrun vegna COVID-19
24. september 2021
Sóttvarnalæknir hefur uppfært leiðbeiningar um útskrift úr einangrun þar sem fleiri en einn eru saman í einangrun á sama heimili (sama stað).
Sóttvarnalæknir hefur uppfært leiðbeiningar um útskrift úr einangrun þar sem fleiri en einn eru saman í einangrun á sama heimili (sama stað). Sá sem er útskrifaður er ekki álitinn smitandi því ef svo væri þá þyrfti hann að vera lengur í einangrun. Þannig getur barn sem hefur lokið einangrun farið í skólann þó að einhver annar sé enn í einangrun á heimilinu. Sama gildir um fólk sem fer til vinnu. Það fólk getur þá farið til vinnu þó barn eða annar fullorðinn sé enn á heimilinu í einangrun. Mikilvægt er að sá útskrifaði sem er batnað þrífi sig vel áður en hann fer út af heimilinu. Eins þarf að passa að fatnaður og aðrir hlutir sem fara með honum út af heimilinu séu ómengaðir og hafi ekki verið handfjatlaðir af þeim sem eru enn í einangrun.
Hér má finna í heild leiðbeiningar um einangrun.
[English]
Sóttvarnalæknir