Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Skilaboð í Heilsuveru ef greinist með COVID-19 í PCR prófi

16. september 2021

Sóttvarnalæknir mun nú senda skilaboð í Heilsuveru til þeirra sem greinast með COVID-19. Þetta á við þegar PCR próf er jákvætt (veiran finnst).

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Sóttvarnalæknir mun nú senda skilaboð í Heilsuveru til þeirra sem greinast með COVID-19. Þetta á við þegar PCR próf er jákvætt (veiran finnst). Til að fá skilaboð í Heilsuveru þarf að hafa íslenska kennitölu. Hingað til hefur eingöngu verið hringt í einstaklinga þegar veiran finnst en skilaboð um neikvæða niðurstöðu (þegar veiran finnst ekki) hafa borist í Heilsuveru. Með nýju fyrirkomulagi verða því send skilaboð bæði fyrir jákvæðar og neikvæðar niðurstöður úr PCR prófi.

Þrátt fyrir að þeir sem greinast með COVID-19 fái nú einnig skilaboð í Heilsuveru verður áfram hringt af COVID göngudeild Landspítala/smitrakningateymi í alla sem greinast. Þeir sem eru ekki með rafræn skilríki fá þá símtal (eins og áður) en ekki skilaboð.

Sóttvarnalæknir