Lýðheilsa, hamingja og velsæld verða í brennidepli á 13. Norrænu lýðheilsuráðstefnunni og 10. Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði
Af hverju eru Norrænar þjóðir meðal hamingjusömustu þjóða heims ár eftir ár? Hvernig er hægt að stuðla að vellíðan í lífi, leik og starfi? Hvaða áhrif hefur núvitundarþjálfun á heilastarfsemi? Hvernig nýtast verkfæri jákvæðrar sálfræði í skólastarfi og hvað gerir mannlegt líf þess virði að lifa því? Allt eru þetta spurningar sem velt verður upp á ráðstefnunum sem fram fara í Hörpu dagana 28. júní til 2. júlí nk.