Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
12. október 2022
NNR2022, fleiri kaflar til umsagnar
10. október 2022
Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið rannsóknin Heilsa og líðan sem lögð verður fyrir í fimmta sinn nú í októbermánuði.
5. október 2022
Forvarnardagurinn verður haldinn í sautjánda skipti í dag 5. október og af því tilefni er boðið upp á málþing með yfirskriftinni „Hugum að verndandi þáttum - áskoranir í lífi barna og ungmenna".
4. október 2022
Vegna starfsdags embættisins verður skrifstofu og skiptiborði embættis landlæknis lokað kl. 12:00, mánudaginn 10. október.
29. september 2022
Ársskýrsla um sýklalyfjanotkun og -næmi hjá mönnum og dýrum fyrir árið 2021 er nú komin út en þetta er í tíunda sinn sem slík skýrsla er birt.
Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag vill embætti landlæknis koma því á framfæri að embættið gerir sér fulla grein fyrir því að fyrirspurnir úr Heilsuveru valdi læknum á heilsugæslustöðvum miklu álagi.
28. september 2022
Bólusetning vegna apabólu á Íslandi Vegna faraldurs apabólu í heiminum á þessu ári er auk sóttvarna mælt með bólusetningu áhættuhópa til að minnka líkur á útbreiðslu apabólu og veikindum.
Ráðleggingar um mataræði hafa verið gefnar út fyrir þá sem kjósa grænkerafæði (vegan mataræði). Annars vegar fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti og hins vegar fyrir börn frá fæðingu til sex ára aldurs. Bæði er hægt að nálgast samantektir úr ráðleggingunum fyrir mismunandi hópa, sem og ítarlegri texta.
27. september 2022
Undanfarin ár hefur borið á umræðu um stutt tunguhöft og efrivararhöft í börnum og um þörfina á aðgerðum vegna þess. Þessi umræða hefur einkennst af óvissu um eðli þeirra vandamála sem inngripinu er ætlað að lækna og skort hefur skýr viðmið við mat, greiningu og meðferð þessa tiltölulega algenga fráviks í festu tungunnar við munnbotninn.
Nú er að hefjast átak í örvunarbólusetningu vegna COVID-19. Bólusetningar eru framkvæmdar af heilsugæslunni um land allt. Íbúum 60 ára og eldri verður boðið í örvunarbólusetningu (fjórða skammt). Eru allir sem geta hvattir til að mæta.