Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR2022, fleiri kaflar til umsagnar

12. október 2022

NNR2022, fleiri kaflar til umsagnar

Embætti Landlæknis - merki

Nú gefst sérfræðingum og öðrum áhugasömum færi á að gera athugasemdir við enn fleiri kafla í tengslum við endurskoðun á norrænum næringarráðleggingum. Þeir kaflar sem nú eru til umsagnar eru: B12 vítamín (til 8. nóvember 2022), sink (til 10. nóvember 2022), sælgæti og aðrar sykraðar fæðutegundir (til 11. nóvember 2022), þíamín (til 21. nóvember 2022), bíótín (til 21. nóvember 2022), egg (til 23. nóvember), kjöt og kjötafurðir (til 29. nóvember 2022), mikið unnin matvæli (til 1. desember 2022), fosfór (til 5. desember 2022), hnetur (til 5. desember 2022) og grænmeti, ávextir og ber (til 5. desember 2022).

Dagsetningar í svigunum hér að ofan segja til um hve lengi er opið fyrir umsagnir fyrir hvern kafla.
Þeir sem vilja fá sendar tilkynningar beint þegar nýjir kaflar koma til umsagnar geta skráð sig á heimasíðu NNR2022: Nordic Nutrition Recommendations 2022

NNR2022 chapters – Public consultation

Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar næringar: 

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
Jóhanna Eyrún Torfadóttir
johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is