Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
15. ágúst 2018
Vegna frétta undanfarið um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum vill embættið koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum.
7. ágúst 2018
Lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt greiðsluþátttöku fyrir samheitalyfinu Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Krka til nota í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Leyfisveitingin er ákveðnum skilyrðum háð.
1. ágúst 2018
Embætti landlæknis hefur birt í samstarfi við Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) drög að ráðleggingum um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk til umsagnar.
27. júlí 2018
Matvælastofnun og sóttvarnalæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað.
26. júlí 2018
Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2017. Í skýrslunni kemur fram að þátttaka á árinu 2017 var svipuð og á árinu 2016, þar sem þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum er lakari en áður hefur verið.
24. júlí 2018
Bandarísk sóttvarnayfirvöld yfirvöld hafa staðfest að einstaklingur með smitandi mislinga var um borð í vélum WOWair þann 18.7.2018 frá London Stansted flugvelli til Keflavíkurflugvallar WW827 og frá Keflavík til Detroit sama dag WW121.
21. júlí 2018
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sviðsstjóra rekstrar og þjónustu. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 13. ágúst 2018.
16. júlí 2018
Staðan í kjaradeilu ríkis og ljósmæðra er alvarleg og mikið áhyggjuefni. Embætti landlæknis hefur fylgst með starfseminni á Landspítalanum síðan deilan hófst.
Embætti landlæknis hefur, í ljósi ábendinga sem borist hafa embættinu frá notendum þjónustunnar svo og vegna umræðu í fjölmiðlum, gert athugun á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma.
13. júlí 2018
Embætti landlæknis hefur gefið út persónuverndarstefnu vegna nýrra laga um persónuvernd nr. 90/2018, sem taka gildi á Íslandi þann 15. júlí.