Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
29. febrúar 2024
Tómas H. Heiðar, forseti Alþjóðlega hafréttardómsins heimsótti í gær Hæstarétt, og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins.
28. febrúar 2024
Í dag var kveðinn upp dómur í máli nr. 24/2023 en í því sátu allir sjö dómarar réttarins. Álitaefnið laut meðal annar að því hvort lög um fæðingar- og foreldraorlof færu í bága við skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum.
14. febrúar 2024
Ársskýrsla Hæstaréttar fyrir árið 2023 er komin út.
6. febrúar 2024
Í dag var flutt mál fyrir Hæstarétti þar sem allir sjö dómarar réttarins sátu í dómi.
31. janúar 2024
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heimsótti í gær Hæstarétt. Í föruneyti ráðherra voru Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri, Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri, og Árni Grétar Finnsson, aðstoðarmaður ráðherra.
23. janúar 2024
Hæstiréttur fékk í dag heimsókn frá eftirlitsnefnd á vegum Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins. Nefndin hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd sáttmála Evrópuráðsins um sjálfstjórn sveitarfélaga frá árinu 1985.
18. desember 2023
Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu heimsótti Hæstarétt í liðinni viku og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins.
6. desember 2023
Í dag var flutt í Hæstarétti mál um ákvarðanir fjármálaráðherra um laun dómara. Allir dómarar Hæstaréttar viku sæti í málinu.
30. nóvember 2023
Nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík ásamt kennara sínum, Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur lögfræðingi, komu í heimsókn í Hæstarétt í vikunni.
20. nóvember 2023
Í nóvember stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir ferð til Japans. Hæstiréttur Íslands tók þátt í henni en fimm dómarar og skrifstofustjóri réttarins voru með í för.