Dómsmálaráðherra heimsækir Hæstarétt
31. janúar 2024
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heimsótti í gær Hæstarétt. Í föruneyti ráðherra voru Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri, Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri, og Árni Grétar Finnsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Í gær heimsótti Hæstarétt dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir. Í föruneyti ráðherra voru Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri, Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri, og Árni Grétar Finnsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Ingveldur Einarsdóttir, varaforseti réttarins. Þau gerðu grein fyrir starfsemi réttarins og sýndu gestunum húsakynni hans. Að því loknu hitti ráðherra dómara og starfsmenn réttarins og átti við þá samræður um þau málefni sem eru á starfssviði ráðherrans. Myndin var tekin við þetta tækifæri.