Oddný Mjöll Arnardóttir dómari við Mannréttindadómstól Evrópu heimsækir Hæstarétt
18. desember 2023
Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu heimsótti Hæstarétt í liðinni viku og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins.
Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu heimsótti Hæstarétt í liðinni viku og átti fund með dómurum og starfsmönnum réttarins.
Hún ræddi um starfsemi dómstólsins og gerði grein fyrir hve mörg mál frá Íslandi væru þar til meðferðar og hvernig þau skiptust eftir málaflokkum. Einnig svaraði hún fyrirspurnum og lýsti starfi sínu sem dómari við dómstólinn.