Vistun slóða á gagnasíðum
21. mars 2024
Gagnasíður Fiskistofu eru í stöðugri framþróun. Búið er að uppfæra gagnasíðuna þannig að slóð vafrans inniheldur skýrsluna og allar síur
Þetta þýðir að ef slóðin er notuð aftur þá kemur upp sama skýrsla með réttum síum sem þýðir að nú virka bókamerki og hægt er að deila slóðum.
Þessi virkni er mikið hagræði fyrir notendur þar sem hægt verður að bókamerkja mismunandi skýrslur og kalla þær fram með einföldum hætti án þess að þurfa að velja allar síur í hvert skipti sem skoða á skýrsluna.