Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Veiðidagar og strandveiðiafli sem telur til byggðakvóta

1. maí 2024

Strandveiðar hefjast á morgun 2. maí og vill Fiskistofa minna á reglur um veiðidaga og ávinning til byggðakvóta á strandveiðum.

fiskistofa byggðakvoti mynd

Á strandveiðum er heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Óheimilt er að stunda strandveiðar eftirfarandi daga:

  • 9. maí

  • 20. maí

  • 17. júní

  • 5. ágúst.

Ein veiðiferð er heimil á dag, sem stendur ekki lengur en 14 klukkustundir. Miðað er við þann tíma er skip lætur úr höfn til veiða til þess tíma er það kemur til hafnar aftur til löndunar.

Til þess að veiðiferð teljist vera innan dags þarf skip að leggja úr höfn til veiða á sama degi og það kemur til hafnar aftur til löndunar, þ.e. innan sama sólarhrings.

Mælst er til þess að tilkynnt sé til Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu ef óviðráðanlega ástæður valda því að skip nái ekki til hafnar innan 14 klukkustunda frá upphafi veiðiferðar.

Einungis er heimilt að koma með 650 þorskígildisstuðla að landi eftir hverja veiðiferð. Lagt er á sérstakt gjald vegna afla sem landað er umfram 650 þorskígildisstuðla. Fiskistofa vekur athygli á því að afli sem skráist sem umframafli á strandveiðum reiknast ekki til byggðakvóta. Hvorki sem mótframlag né veiðireynsla og er það breytt framkvæmd frá fyrri árum.