Úthlutun aflamarks 2022/2023
31. ágúst 2022
Fiskistofa hefur gengið frá úthlutun aflamarks og krókaaflamarks á fiskiskip á grundvelli hlutdeilda vegna fiskveiðiársins 2022/2023 sem hefst 1. september.
Fiskistofa hefur gengið frá úthlutun aflamarks og krókaaflamarks á fiskiskip á grundvelli hlutdeilda vegna fiskveiðiársins 2022/2023 sem hefst 1. september. Úthlutunin hefur verið birt á vef stofnunarinnar og hafa tilkynningar um úthlutun verða sendar á pósthólf útgerða á island.is.
Aflamark í sæbjúga, ígulker og Breiðafjarðarskel
Búið er að úthluta aflamarki í sæbjúgum, ígulkerum og hörpudiski í Breiðafirði. Því miður hefur ekki tekist að birta skiptingu aflaheimilda eftir nýjum svæðum þessara tegunda á heimasíðunni en verið er að vinna að vandamálinu. Í meðfylgjandi excel-skjali eru upplýsingar um úthlutun aflamarks á skip fyrir þessar tegundir.
Fyrirvari er gerður um að úthlutun aflamarks á skip getur breyst að einhverju leyti ef fram koma leiðréttingar eftir að úthlutun hefur verið framkvæmd.