Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Uppfærsla á VOR kerfi Fiskistofu

19. janúar 2024

Uppfærslan á VOR kerfinu fer fram mánudaginn 22. janúar á milli klukkan 10 og 11 og við mælumst til notendur vinni ekki í kerfinu á meðan.

viti

Þessi uppfærsla felur í sér breytingu á skráningu ráðstöfunar þannig að ekki verður lengur hægt að velja  ráðstöfun „Ísað í flug“. Þess i stað kemur „óunnið í flug“ eða „Unnið í flug“

Óunnið er valið þegar afurð er:

  • ísuð

  • blóðguð

  • óslægð

  • slægð

  • hausuð

Allt umfram óunnið telst afurð sem er til dæmis:

  • flökuð

  • flött

  • fryst

  • söltuð

  • hert

Breytingin gildir frá 1. janúar 2024.