Umsóknir um leyfi til túnfiskveiða
8. mars 2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til línuveiða á bláuggatúnfiski.
Leyfið veitir heimild til að stunda línuveiðar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember á veiðisvæði norðan 42°00,00´N milli 10°00,00´V og 45°00,00´V. Gefin verða að hámarki út þrjú leyfi og á árinu 2024 er íslenskum leyfishöfum heimilt að veiða 212 tonn af bláuggatúnfiski.
Skilyrði
Almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni.
Skip skuli vera að lágmarki 500 brúttótonn að stærð.
Hafa fullnægjandi útbúnað til veiðanna og meðhöndlunar bláuggatúnfiskafla.
Í umsókn skal koma fram
Áætlun um hvenær stunda á veiðarnar.
Lýsingar á útbúnaði skips, einkum um vinnslu- og frystigeta.
Löndunarhafnir.
Upplýsingar um hvernig á að ráðstafa afla.
Upplýsingar um fyrri reynslu af túnfiskveiðum.
Umsóknir skal senda á fiskistofa@fiskistofa.is fyrir 1. júní nk. Fiskistofa áskilur sér því rétt til að hafna umsóknum séu líkur til að viðkomandi skip séu að einhverju leiti óhentug eða vanbúin til veiðanna með tilliti til öryggis eða búnaðar.
Í samræmi við kröfur ICCAT skulu skip sem hafa leyfi til veiða á bláuggatúnfisk hafa eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð.