Umsókn um byggðakvóta 2023/2024 (6)
27. maí 2024
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Auglýst er eftir umsóknum samkvæmt ákvæðum reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024. Við vekjum athygli á auglýsingu (3) um sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Úthlutað er fyrir:
Blönduós
Leiðbeiningar:
Sækja skal um byggðakvóta í gegnum umsóknagátt. Til þess að opna umsóknagáttina þarf að nota kennitölu og íslykil útgerðarinnar. Fylla skal út allar upplýsingar sem beðið er um.
Niðurstaða umsóknar verður eingöngu birt í pósthólfi umsækjanda inn á Ísland.is
Óski umsækjandi eftir bréfi með öðrum leiðum þarf að senda beiðni um slíkt á fiskistofa@fiskistofa.is.
Umsóknafrestur er til og með 10. júní 2024.