Fara beint í efnið
Fiskistofa Forsíða
Fiskistofa Forsíða

Fiskistofa

Lokin brotamál á síðasta fiskveiðiári 2022/2023

6. október 2023

Fiskistofa hefur tekið saman upplýsingar um niðurstöður þeirra 70 brotamála sem lokið var með ákvörðun á síðasta fiskveiðiári.

Fiskistofa - afgreidd brotamál 22-23 1 sulur

Tegundir brota voru margs konar og má þar helst nefna:

  • brottkast

  • vanskil aflaupplýsinga

  • veiðar án leyfis

  • vigtarbrot

Skiptust málslok með eftirfarandi hætti:

  • 29 með ákvörðun um sviptingu veiðileyfis.

  • 26 með áminningu.

  • 5 voru kærð til lögreglu og eru tvö þeirra enn til vinnslu.

  • 6 með leiðbeiningu en auk þeirra voru mun fleiri leiðbeiningar veittar vegna vanskila á aflaupplýsingum sem ekki eru talin með í þessari samantekt.

  • 4 mál voru felld niður, eitt vegna vélarbilunar og annað á grundvelli neyðarréttar.

Á liðnu fiskveiðiári birti Fiskistofa allar ákvarðanir um sviptingu veiðileyfa og afturköllun vigtunarleyfa á grundvelli lagaskyldu sem lögfest var í júlí í fyrra í lögum um Fiskistofu. Birting ákvarðanna er ætlað að auka trúverðugleika og traust um starfsemi Fiskistofu og auka gagnsæi í störfum stofnunarinnar sem og varnaðaráhrif eftirlits Fiskistofu. Birting viðurlagaákvarðanna er ennfremur ætlað að auka fyrirsjáanleika fyrir þá sem starfa í greininni og stuðla að bættri umgengni um auðlindina.