Aflarinn hættir um áramótin
6. desember 2023
Vakin er athygli á því að Aflarinn ehf. hefur sagt upp samningi sínum við Fiskstofu um aðgang að vefþjónustu fyrir skil aflaupplýsinga.
Samningur Aflarans við Fiskistofu fellur úr gildi 1. janúar 2024 og ekki verður hægt að nota þeirra þjónustu við skil aflaupplýsinga frá og með þeim degi. Útgerðaraðilar sem eru að nota þjónustu Aflarans við skil aflaupplýsinga verða því að leita til nýs þjónustuaðila.
Frekari upplýsingar um afladagbók er að finna á heimasíðu Fiskistofu, ásamt upplýsingum um þá þjónustuaðila sem hlotið hafa samþykki að uppfylltum kröfum stofnunarinnar um skil aflaupplýsinga í vefþjónustu.
Fiskistofa áréttar fyrir skipstjórnarmönnum að í millitíðinni þurfi að gæta að því að skrá aflaupplýsingar í réttri röð í viðmóti kerfis Aflarinn ehf., svo upplýsingarnar berist með réttum hætti til vefþjónustu Fiskistofu. Ábyrgð á réttum skilum aflaupplýsinga í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli hvílir á skipstjórnarmanni fiskiskips