Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 27. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. okt. 2021

766/2004

Reglugerð um bann við rækjuveiðum norður af Rifsbanka.

1. gr.

Frá og með 27. september 2004 eru allar rækjuveiðar óheimilar norður af Rifsbanka, á svæði sem markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta.

1. 67° 20´00 N - 15° 00´00 V
2. 67° 15´00 N - 15° 00´00 V
3. 66° 58´00 N - 13° 45´00 V
4. 67° 10´00 N - 13° 45´00 V

2. gr.

Brot á ákvæðum þessarar reglugerðar varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.