Prentað þann 27. des. 2024
696/2005
Reglugerð um bann við kolmunnaveiðum við Þórsbanka án meðaflaskilju.
1. gr.
Veiðar með kolmunnavörpu við Þórsbanka eru aðeins heimilar að varpan sé búin meðaflaskilju í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og útbúnað meðaflaskilju við veiðar á uppsjávarfiski. Svæðið markast af línum sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
- 65°00´00 N - 10°20´00 V
- 64°37´00 N - 10°20´00 V
- 64°37´00 N - 09°50´00 V
- 64°04´00 N - 09°50´00 V
- 63°17´00 N - 11°20´00 V
- 63°07´00 N - 12°29´00 V
- 63°45´50 N - 12°56´70 V
- 63°53´44 N - 13°25´00 V
- 64°00´00 N - 13°07´00 V
- 64°21´70 N - 12°17´30 V
- 64°32´30 N - 11°41´00 V
- 65°00´00 N - 11°28´00 V
2. gr.
Brot á ákvæðum þessarar reglugerðar varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma eru felldar úr gildi reglugerð nr. 519, 27. maí 2005 um bann við kolmunnaveiðum vestan Þórsbanka með síðari breytingum, reglugerð nr. 606, 24. júní 2005, um bann við kolmunnaveiðum úti fyrir Austfjörðum og reglugerð nr. 657, 1. júlí 2005, um bann við kolmunnaveiðum austan Þórsbanka.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.