Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 27. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. okt. 2021

462/2017

Reglugerð um veiðar á gulllaxi.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til gulllaxveiða íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands. Aðeins skipum sem hafa aflamark í gulllaxi er heimilt að stunda gulllaxveiðar.

2. gr.

Gulllaxveiðar eru aðeins heimilar á svæði undan Vestur- og Suðurlandi vestan 19°30,00´ V og sunnan 66°50,00´ N á dýpra vatni en 220 föðmum. Á svæði milli 19°30,00´ V og 12°00,00´ V eru veiðar jafnframt heimilar sunnan línu sem dregin er um eftirgreinda punkta:

  1. 63°19,00´ N – 19°30,00´ V
  2. 63°20,00´ N – 19°20,00´ V
  3. 63°15,00´ N – 19°00,00´ V
  4. 63°11,00´ N – 18°10,00´ V
  5. 63°11,00´ N – 17°53,00´ V
  6. 63°16,00´ N – 17°10,00´ V
  7. 63°20,00´ N – 16°35,00´ V
  8. 63°22,00´ N – 16°29,00´ V
  9. 63°24,00´ N – 16°00,00´ V
  10. 63°28,00´ N – 15°41,00´ V
  11. 63°29,00´ N – 15°30,00´ V
  12. 63°34,00´ N – 15°00,00´ V
  13. 63°35,00´ N – 14°42,00´ V
  14. 63°45,00´ N – 14°12,00´ V
  15. 63°49,00´ N – 14°00,00´ V
  16. 63°58,00´ N – 13°33,00´ V
  17. 64°01,00´ N – 13°10,00´ V
  18. 64°30,00´ N – 12°00,00´ V

Ofangreind heimild veitir skipinu aðeins rétt til að stunda veiðar á þeim svæðum sem því er heimilt að stunda veiðar með botn- og flotvörpu, samkvæmt 5. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með þeim takmörkunum sem slíkum veiðum eru settar í sérstökum reglugerðum og skyndilokunum.

3. gr.

Gulllaxsýni skulu tekin úr afla, a.m.k. eitt í hverri veiðiferð. Í hverju sýni skulu vera 100-200 stk. af gulllaxi, sem valin eru af handahófi. Gæta skal þess að sýni sé tekið í öllum tilkynningaskyldureitum þar sem skipið stundar veiðar. Sýnin skulu fryst um borð, rækilega merkt (staður, dagsetning og dýpi) og send Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna í Reykjavík, þegar að lokinni veiðiferð.

4. gr.

Lágmarksstærð möskva í þeirri vörpu sem notuð er til gulllaxveiða skal vera 80 mm miðað við mælingu með hnútum (heilmöskvi), en 40 mm í poka.

5. gr.

Brot varða viðurlögum samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 717/2000, um veiðar á gulllaxi, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.