Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 13. feb. 2016 – 29. okt. 2016 Sjá núgildandi

380/2013

Reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að auka öryggi í flugi með því að kveða á um tæknikröfur til fyrirtækja sem vinna við hönnun og framleiðslu á vörum, hlutum og búnaði, og að þau sanni getu sína og hæfni til að leysa af hendi þær skyldur sem tengjast réttindum þeirra. Jafnframt að réttbær yfirvöld samþykki ráðstafanir þar sem tilgreind eru skilyrði fyrir því að gefa út, viðhalda, breyta, ógilda tímabundið eða afturkalla vottorð sem staðfesta að þessar kröfur hafi verið uppfylltar.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til sameiginlegra tæknikrafna og stjórnsýslumeðferðar fyrir lofthæfi- og umhverfisvottun framleiðsluvara, hluta og búnaðar er varða:

  1. útgáfu tegundarvottorða, takmarkaðra tegundarvottorða, viðbótartegundarvottorða og breytinga á þessum vottorðum,
  2. útgáfu lofthæfivottorða, takmarkaðra lofthæfivottorða, flugleyfa og opinberra afhendingarvottorða (viðhaldsvottorða/framleiðsluvottorða),
  3. útgáfu samþykkis fyrir hönnun viðgerða,
  4. staðfestingu á að farið sé að umhverfisverndarkröfum,
  5. útgáfu hljóðstigsvottorða,
  6. auðkenni framleiðsluvara, hluta og búnaðar,
  7. vottun tiltekinna hluta og búnaðar,
  8. vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja og
  9. útgáfu lofthæfifyrirmæla.

3. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 748/2012 frá 3. ágúst 2012 um framkvæmdarreglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 223/2012 frá 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, 28. mars 2013, bls. 173.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 7/2013 frá 8. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 um framkvæmdarreglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 128/2013 frá 14. júní 2013. Reglugerðin er jafnframt birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 27. júní 2013, bls. 180.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 69/2014 frá 27. janúar 2014, sem breytir reglugerð (ESB) nr. 748/2012 um framkvæmdareglur varðandi lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 193/2014 frá 25. september 2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 193/2014 frá 25. september 2014, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64 frá 30. október 2014, bls 344.
  4. Reglugerð (ESB) 2015/1039 frá 30. júní 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 að því er varðar flugprófanir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 277 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt á bls. 534 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 74 frá 10. desember 2015.

4. gr. Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum eða fangelsi allt að 5 árum í samræmi við viðurlagaákvæði XIII. kafla laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samhliða fellur úr gildi reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, með síðari breytingum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.