Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Öryggisráðstafanir ábyrgðaraðila vegna vistunar persónuupplýsinga í tölvuskýi

Fjölþættar öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi í tölvuskýjum

Meðal ráðstafana sem ábyrgðaraðilar þurfa að huga að til að tryggja öryggi persónuupplýsinga sem vistaðar eru í tölvuskýjum eru svokallaðar fjölþættar öryggisráðstafanir. Gagnlegast er að beita slíkum ráðstöfunum sem samanstanda af en takmarkast ekki við:

  • Aðgangsstýringar

  • Eldveggir

  • Vírusvarnir

  • Starfsþjálfun

  • Stefnumótun

Með því að setja upp fjölþætt öryggiskerfi er hægt að tryggja að ef komist er fram hjá einu öryggisatriði, tekur það næsta við.

Flestir skýjaþjónustuaðilar bjóða upp á leiðbeiningar um það hvernig best sé að tryggja öruggt skýjaumhverfi en á endanum er það alltaf á ábyrgð þess aðila sem tekur ákvörðun um að nýta sér þjónustuna, að ganga úr skugga um að öryggi upplýsinganna sem unnið er með sé tryggt og fylgi öðrum ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar.

Það er ekki nægilegt að treysta á vottanir eða bestu starfsvenjur þjónustuaðila.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820