Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Nauðsynlegt er að útbúa ítarlegt áhættumat áður en vinnsla hefst.

Markmið áhættuats er meðal annars að leiða í ljós hvort forsendur séu til staðar fyrir flutningi gagna í tölvuský, og þá hvernig tölvuský, en það skal meðal annars gert með greiningu á áhættuþáttum og með hliðsjón af trúnaðarstigi og lögum og reglum sem við eiga.

Lykilatriði er því að sá sem ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga, svokallaður ábyrgðaraðili, viti hvar, hvernig og hverjir vinna með persónuupplýsingarnar sem hann ber ábyrgð á.

Niðurstöður áhættumats skulu bornar upp á móti metnum ávinningi af innleiðingu skýjalausnar, en ekki er sjálfgefið að útvistun viðkvæmra persónuupplýsinga sé heimil.

Ýmis fyrirtæki og einstaklingar í verktöku taka að sér að aðstoða við framkvæmd áhættumats.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið, í samstarfi við Persónuvernd og Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hefur gefið út leiðbeiningar til ríkisstofnana um notkun á tölvuskýjalausnum sem hafa má til hliðsjónar við mat á því hvort taka skuli í notkun slíka þjónustu, en leiðbeiningarnar geta að sjálfsögðu nýst öðrum en ríkisstofnunum.

Leiðbeiningarnar innihalda meðal annars gátlista vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á skýjaþjónustu. Þá er þar að finna umfjöllun um áhættumat í tengslum við vistun gagna í skýjalausnum, en markmið þess er að leiða í ljós hvort forsendur séu til staðar fyrir flutningi gagna í tölvuský, og þá hvers konar tölvuský.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820