Olíugjaldsskyld starfsemi
Greiða skal olíugjald af gas-, stein- og díselolíu sem nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Olíugjaldið er lagt á hvern lítra af olíu og ofan á það leggst virðisaukaskattur.
Gjaldskyldir aðilar
Gjaldskyldir aðilar eru:
þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem er gjaldskyld,
þeir sem flytja inn, til endursölu eða eigin nota, olíu sem er gjaldskyld,
þeir sem kaupa olíu innanlands til endursölu.
Þeir sem kaupa eldsneytið bera hins vegar gjaldið jafnóðum við eldsneytiskaup.
Undanþága - lituð olía
Olía er undanþegin gjaldskyldu í eftirfarandi tilvikum þegar í hana hefur verið bætt litar- og merkiefnum:
Til nota á skip og báta.
Til húshitunar og hitunar almenningssundlauga.
Til nota í iðnaði og á vinnuvélar.
Til nota á dráttarvélar.
Til raforkuframleiðslu.
Til nota á ökutæki sem ætluð eru til sérstakra nota.
Til nota á beltabifreiðar og námuökutæki sem eingöngu eru notuð utan vega eða á lokuðum vinnusvæðum.
Til nota á bifreiðir í eigu björgunarsveita.
Litaða olíu má ekki nota sem eldsneyti í öðrum tilvikum. Komi í ljós að notuð sé lituð olía á ökutæki sem ekki hefur til þess heimild varðar það fjársektum.
Nánari upplýsingar um olíugjald hjá Skattinum
Þjónustuaðili
Skatturinn