Lyfsöluleyfi veitir handhafa þess rétt til að kaupa lyf af heildsöluleyfishöfum og til að afhenda lyf gegn lyfjaávísun, í lausasölu, í lyfjakistur skipa og flugvéla og til stofnana sem gerður hefur verið sérstakur samningur við. Á grundvelli lyfsöluleyfis er heimilit að stunda fjarsölu með lyf.
Þegar áætlað er að skipta um lyfsöluleyfishafa apóteks er nauðsynlegt að senda inn umsókn um niðurfellingu á núverandi lyfsöluleyfi.
Fyrir hverja
Handhafi lyfsöluleyfis getur sótt um.
Afhending
Staðfesting um niðurfellingu er send umsækjanda í tölvupósti.
Kostnaður
Ekkert kostar að senda inn umsókn.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun