Lyfsöluleyfi veitir handhafa þess rétt til að kaupa lyf af heildsöluleyfishöfum og til að afhenda lyf gegn lyfjaávísun, í lausasölu, í lyfjakistur skipa og flugvéla og til stofnana sem gerður hefur verið sérstakur samningur við. Á grundvelli lyfsöluleyfis er heimilit að stunda fjarsölu með lyf.
Lyfjastofnun sendir umsóknir um lyfsöluleyfi til viðkomandi sveitastjórnar til umsagnar.
Umsókninni þarf að fylgja:
afrit af starfsleyfi umsækjanda til að mega starfa sem lyfjafræðingur á Íslandi
staðfesting á því að umsækjandi hafi starfað sem lyfjafræðingur í a.m.k. tvö ár
afrit af samningi við rekstrarleyfishafa, ef við á
Fyrir hverja
Einungis þeir geta fengið leyfi sem hafa gilt starfsleyfi sem lyfjafræðingur hér á landi og hafa starfað sem lyfjafræðingar í minnst tvö ár, þar af minnst 12 mánuði í lyfjabúð á Evrópska efnahagssvæðinu.
Afhending
Leyfið er sent í tölvupósti til umsækjanda.
Kostnaður
Kostnaður er samkvæmt gjaldskrá Lyfjastofnunar.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun